Þingmenn í heimsókn
Fimmtudaginn 14. febrúar komu tveir þingmenn í heimsókn í Borgarholtsskóla. Það voru þau Guðmundur Andri Thorsson og Helga Vala Helgadóttir sem komu til að kynna sér skólastarfið í skólanum.
Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og sviðstjóri bóknáms ræddu málefni skólans yfir hádegisverði með þingmönnunum og síðan fór skólameistari og sviðstjóri bóknáms með þeim um skólann og kynntu fjölbreytta starfsemi hans.