Þátttakendur InSTEM í heimsókn
Dagana 18. - 24. sept.
sl. komu nemendur og kennarar frá Lúxemborg, Tyrklandi, Ítalíu og Litháen á
vegum Erasmus+ verkefnisins InSTEM, sem skólinn er þátttakandi í.
Yfirskrift heimsóknarinnar var Græn orka.
Nemendur gerðu tilraun á hversu mikið rafmagn er hægt að vinna úr ánni Korpu. Farið var í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun, Reykjadal og Friðheima þar sem nemendur kynntust notkun grænnar orku við tómataræktun. Gullni hringurinn var keyrður. Nemendurnir kynntu einnig hvaða græna orka er í þeirra heimalandi.
Alls komu 8
nemendur og bjuggu þeir hjá íslenskum nemendum sem einnig eru þátttakendur í
verkefninu.