Þátttakendur CreActive! í heimsókn

22/3/2022 Erlent samstarf Listnám

  • Gestirnir ásamt Helgu Kristrúnu

Þessa viku eru í heimsókn erlendir gestir frá fimm löndum. Gestirnir eru þátttakendur í verkefninu CreActive! sem er eitt af Erasmus+ samstafsverkefnum Borgarholtsskóla. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir kennari á listnámsbraut stýrir verkefninu.

Í verkefninu er unnið með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og var í þessari heimsókn unnið með markmið númer 5 sem snýr að því að jafnrétti kynjanna verði tryggt og að völd allra kvenna og stúlkna verði efld.

Síðasta ár var unnið með sama markmið í fjarvinnustofu eða -ráðstefnu á Flúðum þar sem nemendur tóku þátt. Núna hins vegar eru það kennarar og einn skólameistari sem skoða sama þema út frá kennslufræðilegu sjónarhorni og mannréttindum. 

Á næstu mánuðum munu nemendahópar úr Borgó heimsækja Tenerife, Þýskaland og Ungverjaland þar sem unnið verður áfram með önnur markmið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira