Þátttaka í málþingi

4/5/2022 Erlent samstarf Listnám

  • Espinho í Portúgal
  • Sérfræðingar voru með fyrirlestra og síðan var gefinn kostur á umræðum

Í vor sótti Hákon Már Oddson, kennari í kvikmyndagerð, málþing með yfirskriftina Film and Audiovisual Law Conference í Espinho í Portúgal. Espinho er lítill strandabær rétt suður af Porto og er þar haldin stór kvikmyndahátíð árlega en aðra mánuði ársins er mikið um ráðstefnur og viðburðir.

Viðfangsefni málþingsins var lagaumhverfi kvikmyndagerðarinnar í samhegi við sjálfbærni í síbreytilegri Evrópu og samvinnu milli Evrópulanda, mismunandi lagaumhverfi í hverju landi og hvernig leyst er úr vandamálum. Rætt var um samninga við handritshöfunda og leikstjóra, réttindamál vegna tónlistar auk „hot botton issuses“ og framtíðarhorfur. Farið var yfir breytingar síðustu fimm ára og áhrif þeirra ásamt því að rýna í framtíðina og ræða um NFT (Digital commerce: blockchain, non-fungible tokens) en nú er að koma fram kynslóð kvikmyndagerðarmanna sem hafa allt annan  bakgrunn en áður.

Ráðstefnugestir voru lögmenn úr kvikmyndabransanum, kvikmyndagerðarmenn, fræðimenn, nemendur og starfsmenn kvikmyndastofnana. Þarna hitti Hákon Már fólk frá Berlín sem hafði dreift íslenskum myndum, fólk frá Tékklandi sem elskar íslenskar kvikmyndir og mann frá Englandi sem er að fara að samframleiða með Sagafilm stóra þáttaröð frá Ungverjalandi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira