Team Spark

16/10/2017

  • Team Spark - T17 Loki mældur
  • Team Spark - T17 Loki mældur

BHS hefur verið í samvinnu við Team Spark sem í eru nemendur úr öllum verkfræðigreinum Háskóla Íslands, sem smíða kappakstursbíl og taka þátt í alþjóðlegri hönnunar- og kappaksturskeppni milli háskólanema. Þeir gátu nýtt aðstöðuna í skólanum til að gera mælingar á vægi, hestöflum og fleiru á gamla bílnum þeirra T16 og svo núna á nýja bílnum þeirra T17 Laki.

Í síðustu viku komu liðsmenn Team Spark og færðu skólanum að gjöf tvö body og grindur af eldri kappakstursbílum sem þeir hafa notað og teikningar af öllum þáttum. Núna eru allskonar pælingar í gangi í hvaða áfanga verður sett inn vinna við kappaksturbílana, svo það er spennandi vetur framundan í bíliðngreinum í Borgó.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira