Sýning á verkum nema í grafískri hönnun

17/5/2018

 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018
 • Sýning á verkum nema í grafískri hönnun maí 2018

Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun í listnámi sýna verk sín í Borgarbókasafni menningarhúsi í Spöng.  Verkin á sýningunni voru unnin í áföngunum LJÓ2B05 og GRA3A05.

Verkin eru veggspjöld, plötuumslög og bókakápur auk þess sem sýndir eru bæklingar með ljósmyndum eftir nemendurna. Veggspjöldin eru tónleikaauglýsingar hljómsveita og þau voru svo þróuð áfram í plötuumslög. Bókakápurnar voru unnar út frá bókalýsingu sem nokkrir íslenskir rithöfundar voru fengnir til að skrifa. Höfundarnir sem tóku þátt í þessu með Borgarholtsskóla eru Andri Snær Magnason, Gerður Kristný, Sverrir Nordal, Yrsa Sigurðardóttir og Unnur Jökulsdóttir, en sú síðastnefnda mætti einmitt á opnun sýningarinnar og var heiðursgestur.

Þeir nemendur sem eiga verk á sýningunni eru: Agnes Birtna Jóhannesdóttir, Birta Ösp Þórðardóttir, Brynjar Þór Agnarsson, Egill Gauti Viðarsson, Elísa Sól Sigurðardóttir, Eva Karen Viderö, Gabríella Yasmin Grieve, Hekla Brá Guðnadóttir, Herborg Agnes Jóhannesdóttir, Hilmir Örn Árnason, Hrafnkell Tumi Georgsson, Hróar Styrmisson, Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir, Jónína Guðný Jóhannsdóttir, Kolbeinn Kári Viggósson, Laufey Snorradóttir og Yasser Ali Anbari.

Sýningin mun standa til miðvikudagsins 23. maí.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira