Sveinspróf í vélvirkjun
Um liðna helgi var sveinspróf í vélvirkjun haldið hér í
Borgarholtsskóla. Að þessu sinni voru það 16 nemendur sem þreyttu prófið hér en alls voru það 60 nemendur um allt land sem spreyttu sig á verkefninu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af þeim nemendum sem tóku prófið í Borgarholtsskóla.