Styrkur afreksíþróttasviðs afhentur

13/1/2017

  • Landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs afhentur í janúar 2017

Mánudaginn 9. janúar var landsliðsstyrkur afreksíþróttasviðs afhentur í fimmta sinn.  Styrkur þessi er veittur þeim nemendum sem hafa farið í ferðir á vegum landsliða. Hópurinn sem fékk styrk að þessu sinni var óvenjustór sem er ánægjulegt. Hver nemandi fékk viðurkenningarskjal og 25.000.- kr í styrk.

Þau sem fengu styrk að þessu sinni voru:

Arnór Snær og Tumi Steinn (úr Val), Arnar Máni, Daníel Freyr, Jón Bald, Hafsteinn Óli og Goði Ingvar (úr Fjölni) tóku allir þátt í undanleppni HM í Frakklandi með U17 í handbolta.

Bryndís Bolladóttir sundkona tók þátt í Norðurlandameistaramóti í 25 metra laug.

Andrea Jacobsen og Berglind Benediktsdóttir úr Fjölni kepptu með U19 ára landsliði kvenna í handknattleik á Opna Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð.

Hjalti Jóhannsson og Elvar Snær Ólafsson kepptu með U20 í íshokkí á HM í Mexíkó.

Þá keppti Arnar Geir Líndal körfuknattleiksmaður úr Fjölni með U16 ára landsliðinu í körfubolta.

Thea Imani úr Fylki tók þátt í verkefni með A landsliðinu í handknattleik og Sara Margrét  úr Fjölni fór til USA til móts við A-landsliðs Bandaríkjanna í handknattleik.

Þessu afreksfólki er óskað innilega til hamingju með árangurinn.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir styrkþegar sem voru til staðar þegar styrkurinn var veittur, Ársæll Guðmundsson skólameistari og Sveinn Þorgeirsson verkefnastjóri afreksíþróttasviðs.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira