Stundaglasið - útvarpsleikrit

25/2/2019

  • Útvarp KrakkaRÚV

Á síðustu önn skrifuðu nemendur á þriðja ári leiklistarkjörsviðs útvarpsleikrit sem þau fengu svo tækifæri til að leiklesa og taka upp í Stúdíói 12 - í Útvarpsleikhúsinu. Verkið fékk nafnið Stundaglasið og er í spilun um þessar mundir á KrakkaRÚV, útvarpshluta.

Búið er að útvarpa fyrstu tveimur þáttunum sem er hægt að finna á vefnum og hinir fjórir þættirnir verða fluttir á næstu dögum.

Meðfylgjandi mynd er fengin að láni af vef RÚV.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira