Starfskynning í Hollandi

1/11/2017

  • Magnús Einarsson í starfskynningu í  Hollandi

Vikuna 9.-13. október var Magnús Einarsson kennari í félagsfræði í starfskynningu í framhaldsskólanum Amadeus Lyceum. Skólinn er staðsettur í Vleuten sem er úthverfi í Utrecht í Hollandi. Í skólanum eru nemendur á aldursbilinu 12-18 ára og nemendafjöldi er 1600.

Magnús kynnti sér starfsemi skólans og þá sérstaklega félagsfræðikennslu. Jafnframt notaði hann einn dag til að fara til Haag til að skoða þingið, Binnenhof, en þar eru starfandi 150 þingmenn úr 13 flokkum í Hollandi.

Nánar má lesa um þessa gagnlegu starfskynningu á vef erlends samstarfs í BHS.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira