Stafrænt opið hús
Vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu var ákveðið í Borgarholtsskóla að nýta sér tæknina og hafa stafrænt opið hús.
Kennarar og nemendur settu sig í stellingar og svöruðu spurningum um það fjölbreytta nám sem boðið er upp á í Borgarholtsskóla, félagslífið, aðstöðuna og skólabraginn.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í opna húsinu að þessu sinni.