Stafrænt opið hús

29/4/2020

  • Kristín María og Helga Kristrún tilbúnar að segja frá náminu í grafískri hönnun
  • Bjarni stóð vaktina fyrir afreksíþróttasvið
  • Guðlaug María og Guðný María sögðu frá listnámi og leiklist
  • Sigurjón svaraði spurningum varðandi bílamálun

Vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu var ákveðið í Borgarholtsskóla að nýta sér tæknina og hafa stafrænt opið hús.

Kennarar og nemendur settu sig í stellingar og svöruðu spurningum um það fjölbreytta  nám sem boðið er upp á í Borgarholtsskóla, félagslífið, aðstöðuna og skólabraginn.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í opna húsinu að þessu sinni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira