Stærðfræðikeppni grunnskólanema

15/3/2018

  • Stærðfræðikeppni grunnskólanema mars 2018
  • Stærðfræðikeppni grunnskólanema mars 2018 - Íris Elfa Sigurðardóttir
  • Stærðfræðikeppni grunnskólanema mars 2018
  • Stærðfræðikeppni grunnskólanema mars 2018
  • Stærðfræðikeppni grunnskólanema mars 2018

Miðvikudaginn 14. mars hélt Borgarholtsskóli stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur. Nemendum í 8., 9. og 10 bekk úr skólum í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Kjalanesi, Árbæ og Breiðholti var boðin þátttaka.
Alls mættu 85 nemendur og spreyttu sig á stærðfræðiþrautum, 22 nemendur úr 8. bekk, 30  nemendur úr 9. bekk og 33 nemendur úr 10. bekk.
Íris Elfa Sigurðardóttir kennari í stærðfræði í Borgarholtsskóla skipulagði og sá um framkvæmd keppninnar og naut við það aðstoðar nemendanna Aðalbjargar Brynju Pétursdóttur, Guðrúnar Þóru Atladóttur, Jóns B. Freyssonar, Kristínar Birtu Atladóttur, Ólivers Haraldssonar, Páls Ragnars Pálssonar, Sigríðar Drafnar Auðunsdóttur og Sindra Hannessonar.

Verðlaunaafhending fer fram miðvikudaginn 21. mars. kl. 16.30.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira