Stærðfræðikeppni grunnskólanema

6/4/2017

  • Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanema
  • Verðlaunahafar ásamt forráðamönnum
  • Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanema
  • Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskólanema
Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í Borgarholtsskóla þann 29. mars sl. Til keppninnar var boðið nemendum grunnskólanna í nágrenninu. Alls tóku um 80 nemendur í 8., 9. og 10. bekk þátt í keppninni að þessu sinni.

Þeim keppendum sem hrepptu fimm efstu sætin í hverjum árgangi var boðið til verðlaunahófs í skólanum. Í verðlaun fyrir efsta sæti í hverjum árgangi var Casio reiknivél frá Heimilistækjum en auk þess fengu allir páskaegg frá skólanum. Keppendur úr 10. bekk fengu afhent skjal þess efnis að kysu þeir að sækja um skólavist í BHS fengju þeir skólagjöld fyrstu önnina niðurfeld.

Þess má að lokum geta að Bergur Snorrason, sem brautskráðist af viðskipta- og hagfræðibraut skólans haustið 2014, samdi prófið ásamt félaga sínum Garðari Andra Sigurðssyni en þeir stunda nám í stærðfræði við Háskóla Íslands. Er þeim þakkað þeirra framlag eins og öllum þeim grunnskólanemum sem lögðu á sig að koma við í Borgó til að taka þátt í keppninni.

Hér fyrir neðan er listi yfir verðlaunahafana.

8. bekkur
1. Einar Andri Víðisson Vættaskóla
2. Aron Eiður EbenesarsonVættaskóla
3. Ingólfur Bjarni Elíasson Foldaskóla
4. Sæmundur Árnason Foldaskóla
5.-6. Dalía Lind Pálmadóttir Varmárskóla
5.-6. Lovísa Sigríður Hansdóttir Ingunnarskóla
9. bekkur
1. Katrín María Ólafsdóttir Árbæjarskóla
2.-3. Kolbeinn Tumi Kristjánsson Foldaskóla
2.-3. Lárus Björn Halldórsson Rimaskóla
4. Jón Hákon Garðarsson Árbæjarskóla
5. Elísa Sverrisdóttir Foldaskóla
10. bekkur
1. Sigurður Bjarki Blumenstein Kelduskóla
2. Sigurður Teitur Tannason Foldaskóla
3.-4. Berglind Bjarnadóttir Foldaskóla
3.-4. Hildur Hilmarsdóttir Kelduskóla
5. Eva Margit Wang Atladóttir Árbæjarskóla

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira