Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur

15/3/2016

  • Stærðfræðikeppni mars 2016
  • Stærðfræðikeppni mars 2016

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í Borgarholtsskóla föstudaginn 11. mars.  Nemendum 8. 9. og 10. bekkjar úr öllum grunnskólum Grafarvogs, Árbæjar, Norðlingaholts, Grafarholts, Mosfellsbæjar og af Kjalarnesi var boðin þátttaka og þáðu 169 nemendur boðið.

Í 8. bekk voru þátttakendur 51 og hæsta stigagjöf var 88 stig.
Í 9. bekk voru þátttakendur 65 og hæsta stigagjöf var 84 stig.
Í 10. bekk voru þátttakendur 53 og hæsta stigagjöf var 100 stig.

Nemendur í stærðfræðivali hjálpuðu til við að skipuleggja keppina.  Auk þess að lögðu þeir hana fyrir og fóru yfir verkefnin. Þetta er liður í evrópska verkefninu InSTEM, sem miðar að því að auka áhuga nemenda á raungreinum. 

Verðlaunafhending verður í sal Borgarholtsskóla miðvikudaginn 16. mars kl. 17.  Þangað er tíu efstu nemendum í hverjum árgangi boðið.  Í verðlaun eru páskaegg frá Borgarholtsskóla, vasareiknir fyrir efsta sæti í hverjum aldursflokki frá Heimilistækjum og viðurkenningarskjöl.  Auk þess fá 10 efstu úr 10. bekk frí skólagjöld á haustönn 2016, ef þeir velja að koma í Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira