Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna
Forkeppnin fyrir stærðfræðikeppni framhaldsskólanna var
haldin þann 9. október síðastliðinn.
Keppnin fór þannig fram að skriflegt próf var lagt fyrir þátttakendur á sama tíma í öllum þátttökuskólum. Höfðu kennarar hvers skóla umsjón með fyrirlögninni. Þeim 14 nemendum sem standa sig best af landinu öllu verður boðið í lokakeppnina sem haldin er á vorönn 2019 og er keppt um sæti í ólympíuliði Íslands í stærðfræði á næsta ári. Ólympíulið Íslands keppir á ýmsum mótum gegn liðum frá öðrum þjóðum þar á meðal á ólympíuleikunum í stærðfræði sem haldnir verða í Rúmeníu 2019.
Alls tók 341 nemandi úr 20 framhaldsskólum þátt í keppninni. Þar af voru 18 nemendur úr Borgarholtsskóla. Það er ánægjulegt að geta stutt við bakið á þessari keppni og að nemendur skólans hafi tækifæri til að láta ljós sitt skína á þessu sviði.