StæBor

20/2/2019

  • Einbeittir nemendur
  • Nemendur í BHS fara yfir lausnir grunnskólanemenda

Stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla fyrir grunnskólanema – StæBor – var haldin fyrir skemmstu. Alls voru 160 nemendur úr grunnskólunum í nágrenninu skráðir til leiks. Keppt var í þremur flokkum, einum fyrir hvern árgang í unglingadeild.

Íris Elfa Sigurðardóttir kennari í stærðfræði við skólann skipulagði og sá um framkvæmd keppninnar og naut við það dyggrar aðstoðar nemenda í stærðfræðiáföngum skólans sem sátu yfir í prófinu og fóru yfir úrlausnir að því loknu. Þess má geta að Bergur Snorrason, mastersnemi í stærðfræði við Háskóla Íslands, hafði yfirumsjón með samningu prófsins en Bergur lauk stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut haustið 2014.

Á meðan nemendur grunnskólanna þreyttu prófið þáðu kennarar þeirra kaffiveitingar og spjölluðu við Ársæl skólameistara og Kristján Ara sviðstjóra bóknáms.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira