Spilastemming
Fyrir hádegi föstudaginn 8. nóvember var hefðbundin stundatafla brotin upp á félagsvirkni- og uppeldissviði og boðið upp á spilastemmingu.
Dagskráin hófst með sameiginlegum morgunverði nemenda og kennara. Nemendum og kennurum var svo skipt í hópa og hver hópur valdi sér borðspil. Reynsla viðstaddra var mismikil í hverju spili þannig samskiptafærni og jafningafræðsla fékk að njóta sín.
Samveran tókst einstaklega vel þar sem allir skemmtu sér konunglega og mátti heyra hlátrasköll langt fram á gang.