Söngkeppni Borgó
Miðvikudaginn 29. janúar fór fram söngkeppni Borgó og var hún haldin í skólanum. Sindri Freyr Sveinbjörnsson varð í 1. sæti en hann söng lagið Ljósbrá og spilaði sjálfur undir á gítar. Thelma Rós Arnardóttir lenti í 2. sæti og Katrín Inga Tryggvadóttir í 3. sæti.
Dómnefndina skipuðu Nökkvi Jarl Bjarnason, Þórunn María Örnólfsdóttir og Þráinn Árni Baldvinsson.
Nemendur fjölmenntu til að hlusta á söngvarana og fór viðburðurinn mjög vel fram.