Smásagnasamkeppni á ensku: Vinnum hana aftur!

27/9/2016

  • Viðurkenning fyrir enskar smásögur

FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, efnir til árlegrar smásagnakeppni á ensku fyrir framhaldsskóla og eru nemendur í Borgarholtsskóla hvattir til þess að taka þátt. Þemað í ár er ROOTS og sagan á að vera 1-3 blaðsíður að lengd.

Skilafrestur er til 16. nóvember og eru þátttakendur beðnir um að senda söguna sína vélritaða til enskukennara síns eða til solrun@bhs.is

FEKÍ veitir verðlaun fyrir bestu sögurnar, auk þess sem enskudeild Borgarholtsskóla veitir verðlaun fyrir þær sögur sem þótt hafa skara fram úr í skólanum.

Síðasta ár bar Borgarholtsskóli sigur úr býtum í landskeppninni með söguna "Lost at Sea" eftir handboltamanninn og Borghyltinginn, Kristján Örn Kristjánsson. Árið áður lenti saga Magneu Marínar Halldórsdóttur í öðru sæti. Enskukennurum Borgarholtsskóla er því mikið kappsmál að fá sem flestar og bestar sögur í keppnina til þess að velja um.

Meðfylgjandi mynd var tekin af verðlaunahöfum BHS í fyrra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira