Smásagnasamkeppni
FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, efnir til árlegrar smásagnakeppni
á ensku fyrir framhaldsskóla og eru nemendur í Borgarholtsskóla hvattir
til þess að taka þátt. Þemað í ár er DANGER og sagan á að vera 2-3
blaðsíður að lengd.
Skilafrestur er til 16. nóvember
og eru þátttakendur beðnir um að senda söguna sína vélritaða til
einhvers enskukennara skólans (athugið að nemendur þurfa ekki að vera í
enskuáfanga á önninni til þess að taka þátt).
FEKÍ veitir verðlaun fyrir bestu sögurnar, auk þess sem enskudeild Borgarholtsskóla veitir verðlaun fyrir þær sögur sem þótt hafa skarað fram úr í skólanum. Borgarholtsskóli hefur verið sigursæll í keppninni undanfarin ár og þess ber að geta að verðlaunaafhending fyrir bestu sögur landsins mun fara fram að Bessastöðum.