Smásagnakeppni í íslensku
Kristján Guðmundsson, Thelma Þöll Matthíasdóttir og Victor Þór Margeirsson hlutu viðurkenningar fyrir frumsamdar smásögur í ÍSL3B05 undir leiðsögn Ásdísar Kristinsdóttur. Thelma Þöll og Kristján tóku á móti verðlaunum í skólanum 15. desember. Victor Þór gat ekki verið viðstaddur en hann fær verðlaunin send heim.
Skólinn óskar þeim til hamingju með árangurinn.