Smásagnakeppni FEKÍ á ensku
Þriðjudaginn 15. desember
veitti enskudeild Borgarholtsskóla sex nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á
ensku sem þeir sendu inn í undankeppni Smásagnasamkeppni FEKÍ (Félags
enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem
hafði úr vöndu að ráða því að alls bárust yfir þrjátíu sögur í keppnina, hver
annarri betri. Þema keppninnar í ár var „It‘s time for...“ Athygli vekur að
fimm verðlaunahafar af sex eru af listnámsbraut skólans.
Eftirfarandi sögur og nemendur
urðu hlutskarpastir í keppninni:
Happy
Birthday – höf. Ísold
Vala Þorsteinsdóttir, nemandi á þriðja ári á listnámsbraut, kjörsvið leiklist.
A Time for Wonder – höf. Sara Sóley Ómarsdóttir, nemandi á þriðja ári á listnámsbraut, kjörsvið grafísk hönnun.
Office Party – höf. Camilla Hjördís Samúelsdóttir, nemandi á öðru ári á listnámsbraut, kjörsvið leiklist.
Chemicals – höf. Jón Andri Ingólfsson, útskriftarefni af náttúrufræðibraut.
Time for a Girl‘s Night Out – höf. Anna Marín Bentsdóttir, nemandi á öðru ári á listnámsbraut, kjörsvið leiklist.
The Past Dream – höf. Jun Gunnar Lee Egilsson, nýnemi í Borgarholtsskóla á öðru ári, nemandi á listnámsbraut, kjörsvið í kvikmyndagerð.
Verðlaunahafarnir voru leystir út með safni breskra smásagna, viðurkenningarskjali og konfekti frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildar Borgarholtsskóla vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári.
Vegna COVID-19 var ekki hægt að vera með formlega verðlaunaathöfn í matsal Borgarholtsskóla og því fóru Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari og Sólrún Inga Ólafsdóttir enskukennari með verðlaunin heim að dyrum sigurvegaranna.