Smásagnakeppni FEKÍ á ensku

16/12/2020

  • Camilla Hjördís og Sólrún
  • Jón Andri og Sólrún
  • Sara Sóley
  • Anna Marín og Ásta
  • Ísold Vala
  • Jun Gunnar

Þriðjudaginn 15. desember veitti enskudeild Borgarholtsskóla sex nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í undankeppni Smásagnasamkeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða því að alls bárust yfir þrjátíu sögur í keppnina, hver annarri betri. Þema keppninnar í ár var „It‘s time for...“ Athygli vekur að fimm verðlaunahafar af sex eru af listnámsbraut skólans.

Eftirfarandi sögur og nemendur urðu hlutskarpastir í keppninni:
Happy Birthday – höf. Ísold Vala Þorsteinsdóttir, nemandi á þriðja ári á listnámsbraut, kjörsvið leiklist.

A Time for Wonder – höf. Sara Sóley Ómarsdóttir, nemandi á þriðja ári á listnámsbraut, kjörsvið grafísk hönnun.

Office Party – höf. Camilla Hjördís Samúelsdóttir, nemandi á öðru ári á listnámsbraut, kjörsvið leiklist.

Chemicals – höf. Jón Andri Ingólfsson, útskriftarefni af náttúrufræðibraut.

Time for a Girl‘s Night Out – höf. Anna Marín Bentsdóttir, nemandi á öðru ári á listnámsbraut, kjörsvið leiklist.

The Past Dream – höf. Jun Gunnar Lee Egilsson, nýnemi í Borgarholtsskóla á öðru ári, nemandi á listnámsbraut, kjörsvið í kvikmyndagerð.

Verðlaunahafarnir voru leystir út með safni breskra smásagna, viðurkenningarskjali og konfekti frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildar Borgarholtsskóla vilja þakka öllum þeim nemendum sem tóku þátt og vonast eftir enn betri þátttöku á næsta ári.

Vegna COVID-19 var ekki hægt að vera með formlega verðlaunaathöfn í matsal Borgarholtsskóla og því fóru Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari og Sólrún Inga Ólafsdóttir enskukennari með verðlaunin heim að dyrum sigurvegaranna.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira