Smásagnakeppni á ensku

12/10/2015

  • Verðlaunahafar í ensku smásagnakeppninni

FEKÍ, Félag enskukennara á Íslandi, efnir til árlegrar smásagnakeppni á ensku fyrir framhaldsskóla og eru nemendur í Borgarholtsskóla hvattir til þess að taka þátt. Þemað í ár er NORTH og sagan á að vera 2-3 blaðsíður að lengd.

Skilafrestur er til 16. nóvember og eru þátttakendur beðnir um að senda söguna sína vélritaða til enskukennara skólans eða til Sólrúnar Ingu Ólafsdóttur.

FEKÍ veitir verðlaun fyrir bestu sögurnar, auk þess sem enskudeild Borgarholtsskóla veitir verðlaun fyrir þær sögur sem þótt hafa skara fram úr í skólanum.

Meðfylgjandi mynd var tekin af verðlaunahöfum BHS í fyrra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira