Smásagnakeppni
Kennarasamband Íslands í samstarfi við Heimili og skóla, stendur fyrir smásagnakeppni.
Smásagnasamkeppninni var hleypt af stokkunum í fyrsta sinn í fyrra og tókst afar vel til. Þátttaka fór fram úr vonum og um 140 smásögur bárust frá nemendum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.
Verðlaun fyrir bestu sögurnar verða veitt við hátíðlega athöfn í
Kennarahúsinu að morgni Alþjóðadags kennara, 5. október. Keppendum er skipt í fimm flokka en þeir eru:
- leikskólinn
- grunnskólinn 1. – 4. bekkur,
- grunnskólinn 5. – 7. bekkur
- grunnskólinn 8. - 10. bekkur
- framhaldsskólinn.
Þemað er Kennarinn minn.
Þriggja manna dómnefnd velur bestu smásögurnar og þær verða síðan birtar í heild sinni í Skólavörðunni sem kemur út um miðjan október. Verðlaunahafarnir fá auk þess vandaða lestölvu.
Skilafrestur á smásögum er 16. september og ber að skila handritum á netfangið smasaga@ki.is.
Gæta verður þess að láta fylgja upplýsingar um höfund, heimilisfang og símanúmer svo hægt sé að hafa samband ef þurfa þykir.