Smásagnakeppni

9/9/2016

  • Bókmenntir

Kennarasamband Íslands í samstarfi við Heimili og skóla, stendur fyrir smásagnakeppni. 

Smásagnasamkeppninni var hleypt af stokkunum í fyrsta sinn í fyrra og tókst afar vel til. Þátttaka fór fram úr vonum og um 140 smásögur bárust frá nemendum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum.

Verðlaun fyrir bestu sögurnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kennarahúsinu að morgni Alþjóðadags kennara, 5. október. Keppendum er skipt í fimm flokka en þeir eru:

  • leikskólinn
  • grunnskólinn 1. – 4. bekkur,
  • grunnskólinn 5. – 7. bekkur
  • grunnskólinn 8. - 10. bekkur
  • framhaldsskólinn.

Þemað er Kennarinn minn.

Þriggja manna dómnefnd velur bestu smásögurnar og þær verða síðan birtar í heild sinni í Skólavörðunni sem kemur út um miðjan október. Verðlaunahafarnir fá auk þess vandaða lestölvu.

Skilafrestur á smásögum er 16. september og ber að skila handritum á netfangið smasaga@ki.is.

Gæta verður þess að láta fylgja upplýsingar um höfund, heimilisfang og símanúmer svo hægt sé að hafa samband ef þurfa þykir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira