Skuggakosningar

9/9/2021

  • Guðmundur Franklín og Jón Bjarni
  • Una Hildardóttir
  • Jóhann Páll

Fimmtudaginn 9. september fara fram skuggakosningar í Borgarholtsskóla. Hægt er að kjósa frá kl. 10:00-16:00. Allir nemendur í dagskóla fæddir 29. október 1999 og síðar eru á kjörskrá og mega kjósa í skuggakosningunum. Þau sem vilja kjósa verða að hafa skilríki meðferðis.

Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Skuggakosningar fara fram í fjórða sinn hér á landi 9. september. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 25. september. Landsamband ungmennafélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir skuggakosningunum.

Í vikunni hafa fulltrúar flestra flokka í framboði til alþingiskosninga komið í heimsókn í Borgarholtsskóla og kynnt stefnumál sín. Á mánudag komu fulltrúar frá Framsóknarflokknum og Frjálslynda lýðræðisflokknum, á þriðjudag komu Píratar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn og loks Viðreisn og Vinstri Græn á miðvikudag. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sosíalistaflokkur Íslands sendu ekki fulltrúa. 

Nemendur eru hvattir til að taka þátt í skuggakosningunum og nýta kosningarétt sitt á kjördag. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira