Skref í umhverfisvernd

25/8/2017

  • Endurvinnsluílát
Nú á fyrstu dögum skólaársins var tekin sú ákvörðun að flokka allt sorp sem til fellur í skólanum.
Í dag var svo komið að framkvæmd og voru allar ruslatunnur fjarlægðar úr kennslustofum og flokkunarílátum komið fyrir á göngum skólans. Á næstu dögum verður sama gert í öðrum rýmum skólahúsnæðisins.
Nemendur og starfsfólk þurfa vegna þessa að tileinka sér nýjan hugsunarhátt þegar sorpi er hent:
allur pappír fer í bláa tunnu,
flöskur og dósir fara í rauða tunnu,
plast fer í græna tunnu og
almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna fer í svarta tunnu.

Með þessari framkvæmd er stórt skref tekið í átt að aukinni umhverfisvernd og er það í samræmi við umhverfisstefnu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira