Skólinn lokaður - aftur í fjarnám

24/3/2021

 • Ljósaskilti með nýju lógói komið á gafl skólans.

Frá og með miðnætti taka gildi hertar sóttvarnareglur sem hafa mikil áhrif á skólastarfið:

 1. Engin staðkennsla verður á morgun fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars.
 2. Fimmtudaginn 25. mars verður kennsla skv. stundaskrá nemenda í fjarkennslu:
  a. Kennarar verða í fjarsambandi við nemendur í sínum áföngum.
  b. Kennarar munu upplýsa nemendur með hvaða hætti kennslustundir fara fram á morgun og föstudaginn.
  c. Kennarar skýra út fyrir nemendum hvernig vinnu í áfanga verður háttað fram yfir páska.
 3. Skólinn verður lokaður nemendum fram yfir páskaleyfi.
 4. Skrifstofa skólans er opin og hægt er að hafa samband með tölvupósti eða gegnum síma.

Þegar líður á páskaleyfið verður send út tilkynning um fyrirkomulag skólastarfs eftir páskafríið. Samkvæmt núgildandi reglum verður skólinn lokaður til og með 1. apríl.

Þetta er viss skellur enda vonuðumst við öll til að geta klárað önninan í staðnámi. Við tökum þó þátt í stríðinu við veiruna af öllum mætti. Gangi okkur öllum vel í baráttunni, hugum að sóttvörnum og förum varlega!

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira