Skólablað enskunema

8/4/2021 Bóknám

  • Ásta og Ársæll með blaðið í höndunum
  • Skólablað enskunema 2021

Nemendur í ENS3C05 gáfu nýverið út árlegt skólablað á ensku sem að þessu sinni ber titilinn "Please Let Us Wear Our Shoes Inside." Titillinn vísar á gamansaman hátt í endalausar rökræður nemenda og starfsfólks um hvort að leyfa eigi útiskó inni í skólanum eða ekki. 

Forsíða skólablaðsins er skopmynd af stjórnendum skólans að fylgja skóreglunni umdeildu eftir. Ásta og Ársæll voru hæstánægð með forsíðuna þó svo það sjáist ekki á myndinni og reyndu eftir fremsta megni að setja upp sama stranga svipinn, með ágætis árangri. Blaðið fjallar að sjálfsögðu ekki bara um skóregluna heldur eru þar greinar eftir nemendur sem fjalla um allt milli himins og jarðar, ekki síst það sem vel er gert í Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira