Skóhlífadagar

14/2/2020

 • Skautar
 • Euronasl
 • Rush
 • Vinnustofur undir leiðsögn listamanna
 • Rush
 • Rush
 • Vinnustofur undir leiðsögn listamanna
 • World class
 • Bilaðir bílar
 • Heimsókn í Borgarleikhúsið
 • Klifurhúsið
 • Heimsókn í Safnahúsið
 • Heimsókn í Listaháskólann
 • World Class
 • Handbolti
 • Körfubolti
 • Hundaganga
 • Klifurhúsið
 • Eldsmíði

Dagana 12. og 13. febrúar stóðu yfir skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Skóhlífadagar eru þemadagar sem haldnir eru á vorönn ár hvert og draga nafn sitt af því að á fyrstu árum skólans voru allir nemendur í bláum skóhlífum og setti það svip á ganga skólans.

Á skóhlífadögum var boðið upp á fjölbreytt námskeið og kynningar í stað hefðbundinnar kennslu. Það var skólaskylda þessa daga og varð hver nemandi að taka þátt í þremur viðburðum.

Að venju var framboð kynninga og námskeiða fjölbreytt, t.d. eldsmíði, karókí, fótbolti, handbolti, körfubolti, skautar, japanskar hækur, vinnustofur undir leiðsögn listamanna, heimsóknir í Borgarleikhúsið, Safnahúsið, Klifurhúsið og farið í skíðaferð og vélsleðaferð svo eitthvað sé nefnt.

Skóhlífadagarnar eru kærkomin tilbreyting í hversdaginn og tókust þeir einstaklega vel.

Fleiri myndir frá skóhlífadögunum er á facebook síðu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira