Skóhlífadagar
Skóhlífadagarnir standa yfir dagana 7. og 8. febrúar. Skóhlífadagarnir eru þemadagar þar sem öll hefðbundin kennsla er felld niður en í staðinn mæta nemendur á stutt námskeið. Samkvæmt venju eru námskeiðin í ár fjölbreytt, t.d. japanska, nýsköpun, bíllinn, ökuhermir, skautar, keila, púttnámskeið, inventor 3D, skapandi skrif, bíósýningar, útivist og heimsóknir skipulagðar í söfn og skóla.
Nafnið á þemadögunum, skóhlífadagar, er komið frá þeim tíma þegar nemendur þurftu að vera í bláum skóhlífum en það setti mikinn svip á ganga skólans.
Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans.