Skóhlífadagar
Skóhlífadagarnir standa yfir dagana 15. og 16. febrúar. Skóhlífadagarnir eru þemadagar þar sem öll hefðbundin kennsla er brotin upp. Nafnið á þemadögunum er komið frá þeim tíma þegar nemendur þurftu að vera í bláum skóhlífum og setti það mikinn svip á ganga skólans.
Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta á stutt námskeið sem boðið er upp á. Námskeiðin í ár eru að vanda fjölbreytt, t.d. gönguferðir, hlaup, pútt-námskeið, prjónanámskeið, félagsvist, kökubakkasmíði, jeppaferð, fjármálaráðgjöf, skyndihjálp, módelteikning og fótbolti. Leyndardómar kaffibaunarinnar eru kynntir og heimsóknir á Listasafnið og Þjóðminjasafnið skipulagðar.
Fleiri myndir er hægt að sjá á facebook síðu skólans.