Skóhlífadagar

14/2/2019

 • Brjóstsykursgerð
 • Spuna- og leiklistarnámskeið
 • Skautað á skóhlífadögum
 • Áhugasamir nemendur
 • Eldri borgurum leiðbeint
 • Heimsókn á Listasafnið
 • Hnútar hnýttir
 • Áhugasamir áheyrendur
 • Heimsókn í Norðurál
 • Heimsókn á Listasafnið
 • Fyrirlestur um svefn og frammistöðu í afreksíþróttum
 • Skák
 • Skóhorn gerð
 • Golf
 • Franski sendiherrann heimsóttur
 • Fótboltamót
 • Perlað með Krafti

Dagana 13. og 14. febrúar voru skóhlífadagar í Borgarholtsskóla. Dagarnir draga nafn sitt af því að á fyrstu árum skólans voru allir nemendur skólans í bláum skóhlífum og setti það sterkan svip á gangana.

Á skóhlífadögum er hefðbundin kennsla brotin upp en nemendur fara á stutt námskeið í staðinn. Það er mætingaskylda þessa daga og þarf hver nemandi að velja sér þrjú námskeið til að sækja.

Venju samkvæmt voru námskeiðin fjölbreytt, t.d. brjóstsykursgerð, hnútabindingar, eldsmíði, skák, skautar, fótbolti, tölvukennsla fyrir eldri borgara, heimsóknir í söfn, perlað fyrir Kraft, heimsókn í Norðurál, gönguferð á Úlfarsfell, skíðaferð, kynfræðsla, fræðsla frá Stígamótum og Samtökunum '78, heimsókn í Alliance Francaise og franska sendiráðið og margt fleira.

Dagskráin hjá afreksíþróttasviði var glæsileg en þar var boðið upp á fyrirlestra um svefn og frammistöðu í afreksíþróttum, hlutverk næringar í sköpun meistarans og djúpvatnshlaup til þolþjálfunar.

Öll námskeiðin tókust vel og voru dagarnir kærkomin tilbreyting.

Fleiri myndir frá þessum skemmtilegum dögum er að finna á facebook síðu Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira