Skóhlífadagar um allan bæ og líka á fjöllum.

17/2/2016

  • Skóhlífadagar 2016
  • Skóhlífadagar 2016
  • Skóhlífadagar 2016
  • Skóhlífadagar 2016
  • Skóhlífadagar 2016
  • Skóhlífadagar 2016
  • Skóhlífadagar 2016

Dagana 17. og 18. febrúar standa yfir skóhlífadagar í Borgarholtsskóla.  Skóhlífadagar eru þemadagar skólans eru þeir haldnir á hverri vorönn. 
Þessa daga er hefðbundin kennsla lögð niður en í stað hennar er boðið upp á fjölbreytt námskeið. 
Það er skólaskylda á skóhlífadögum og verður hver nemandi að velja sér þrjú námskeið til að sitja.
Námskeiðin sem boðið er upp á eru að venju mjög fjölbreytt, t.d.  kynning frá Kilroy, kynning frá Amnesty International, heimsókn í Gljúfrastein, heimsókn í Víkingasafnið, kökubakkasmíði, skyndihjálp, jóga, körfubolta, prjón, golf, Inventor, mannasiðir, gönguferðir, útihlaup, fótbolta, keila, skautar, skíði, badminton, listin að tæla, jeppaferð og margt fleira.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu skólans.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira