Skemmtileg lokaverkefni

6/5/2022 Félagsvirkni– og uppeldissvið

  • Bakstur til styrktar Úkraínu verkefni Rauða Krossins.
  • Ruslatínsla
  • Möffins bakstur
  • Hópurinn við Konukot
  • Nemendur að fá gefins matvöru
  • Rusl

Nemendur í áfanganum Fjölskyldan, einstaklingur og samfélag (FJF1A05) á félagsvirkni- og uppeldissviði eru um þessar mundir að vinna lokaverkefni sem snúa að því að bæta nærumhverfið og um leið samfélagið. 

Nemendur fóru af stað með mörg frábær verkefni en þau tengjast öll heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Tveir hópar ákváðu að ganga vissa vegalengd í sjö daga og týna rusl. Einn hópur ákvað að baka muffins og safna dósum og gefa ágóðann til Úkraínu verkefnis Rauða Krossins. Annar hópur ákvað að styrkja Konukot bæði með því að gefa notuð föt og tíðavörur en þau fengu einnig fyrirtæki í lið með sér til að gefa matvöru. Enn eitt verkefni snéri að því að prjóna húfur og litla bangsa til að gefa til barna sem þess þurfa.

Nemendurnir hafa verið virkilega hugmyndaríkir við gerð þessara verkefna og hafa látið gott af sér leiða til samfélagsins. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira