Skemmtileg gjöf

12/10/2020

  • Sveinstykki Hilmars, unnið 1969 ásamt tönginni sem var notuð.
  • Sveinstykki Hilmars.
  • Hluti teikningar sem fylgi með gjöfinni

Hilmar Guðbjörnsson blikksmiður kom á dögunum og færði skólanum skemmtilega gjöf. Það var sveinsprófs stykkið hans sem hann gerði árið 1969. Með gjöfinni fylgi töngin sem hann notaði til að klippa efnið niður og teikningar af sveinsstykkinu.

Um er að ræða snilldarvel unnið stykki sem verður kallað „Svona á að gera þetta“ og verður stykkið til sýnis í málmskálanum.

Hilmari Guðbjörnssyni eru færðar bestu þakkir fyrir þessa einstöku gjöf.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira