Skemmtileg gjöf
Hilmar Guðbjörnsson blikksmiður kom á dögunum og færði skólanum skemmtilega gjöf. Það var sveinsprófs stykkið hans sem hann gerði árið 1969. Með gjöfinni fylgi töngin sem hann notaði til að klippa efnið niður og teikningar af sveinsstykkinu.
Um er að ræða snilldarvel unnið stykki sem verður kallað „Svona á að gera þetta“ og verður stykkið til sýnis í málmskálanum.
Hilmari Guðbjörnssyni eru færðar bestu þakkir fyrir þessa einstöku gjöf.