Sjálfbærni
Dagurinn í dag var tileinkaður sjálfbærni í Borgarholtsskóla. Allir nemendur unnu verkefni sem með einum eða öðrum hætti tengdust sjálfbærni sem er eins og kunnugt er ein af grunnstoðum menntunar á Íslandi. Verkefnin voru af ýmsum toga; unnið var með vistspor ýmissa landa og fyrirbæra, matarsóun, samband sjálbærni og lýðheilsu auk þess sem nemendur lögðu mat á eigið framlag með því að skoða þátttöku sína í endurvinnslu. Verkefnin sem unnin voru urðu til í samstarfi kennara skólans á starfsdegi fyrr á önninni en Kristinn Arnar Guðjónsson, jarðfræðikennari skólans, hélt utan um skipulag og framkvæmd sjálfbærnidagsins.