Sigurður Aron fékk styrk úr hvatningarsjóði Kviku

11/10/2018

  • Sigurður Aron Þorsteinsson

Sigurður Aron Þorsteinsson nemi í vélvirkjun hlaut styrk úr hvatningarsjóði Kviku, en úthlutað var úr honum í fyrsta skipti föstudaginn 5. október.

Á vef Kviku um hvatningarsjóðinn stendur:

"Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Styrkja þarf ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund grunnskólanema, foreldra, atvinnurekenda og almennings á mikilvægi iðnnáms. Skortur er á iðnmenntuðu fólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. Með Hvatningarsjóði Kviku viljum við bregðast við þessu með styrkjum til nema í iðnnámi. Sérstök áhersla er lögð á að auka hlutfall kvenna og eru konur því sérstaklega hvattar til að skoða þau tækifæri sem bjóðast.

Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár. Heildarstyrkir munu því nema 15 milljónum króna á tímabilinu 2018-2021. Ávallt verður litið til kynjahlutfalla við mat á umsóknum og úthlutun styrkja og leitast við að hafa þau jöfn. Við úthlutun styrkja að fjárhæð 500.000 krónum eða meira verður a.m.k. helmingi slíkra styrkja úthlutað til kvenna."

Frétt um styrkveitinguna á vef Kviku.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira