Sérnámsbraut gefur skóhorn

7/12/2020 Sérnámsbraut

  • Kennarar með nemendum
  • Ásta tekur við skóhorninu
  • Árni Páll sýnir skóhornið
  • Árni Páll heldur ræðu

Á haustönn 2020 hefur hluti nemenda á sérnámsbraut lagt stund á málmsmíði undir handleiðslu Ingva Péturssonar og Markúsar Sveinbjarnarsonar. Í áfanganum smíðuðu nemendurnir skóhorn. Þeir ákváðu að gefa skólanum skóhornin auk þess sem þeir færðu skólameisturum skólans sitt hvort eintakið. Skóhornin voru afhent með viðhöfn föstudaginn 4. desember.

Árni Páll Guðjónsson hélt ræðu fyrir hönd nemendahópsins af þessu tilefni og afhenti Ástu Laufeyju Aðalsteinsdóttur aðstoðarskólameistara skóhornin. Ársæll Guðmundsson skólameistari mætti einnig rafrænt á afhendinguna. Skólinn þakkar kærlega fyrir þessa frábæru gjöf frá nemendum. Skóhornin eru falleg smíð og munu koma að góðum notum. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira