Sara Sóley vann smásagnakeppni FEKÍ

12/2/2021 Bóknám

  • Sara Sóley vann smásagnakeppni FEKÍ
  • Kristján Örn Kristjánsson
Sara Sóley Ómarsdóttir, nemandi á listnámsbraut (grafísk hönnun sem kjörsvið) vann smásagnakeppni FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi) á landsvísu. Smásaga Söru bar tiltilinn A time for wonder og þótti bera af í keppninni. Í öðru sæti varð saga nemanda við FÁ og saga nemanda úr MR hreppti þriðja sætið. Sara Sóley mun taka við verðlaunum fyrir sigurinn 10. mars næstkomandi. Eliza Reed, forsetafrú, afhendir verðlaunin á Bessastöðum. 


Borgarholtsskóli hefur nánast alltaf verið í verðlaunasæti frá upphafi keppninnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Borgarholtsskóli vinnur þessa keppni FEKÍ en síðast þegar skólinn lenti í fyrsta sæti var það núverandi landsliðsmaður í handbolta, Kristján Örn Kristjánsson (Donni) sem bar sigur úr býtum. Myndin af Kristjáni Erni er tekin þegar hann tók á móti sínum verðlaunum árið 2016. 

Það er því ljóst að það er mikil sköpunargleði sem býr í nemendum skólans, á hvaða sviði sem þeir eru. Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira