Sandra Sif kom heim með fjölmörg verðlaun og setti Íslandsmet

2/3/2016

  • Sandra Sif Gunnarsdóttir

Malmø Open European Parasport Games fór fram í Malmø dagana 13. og 14. febrúar. Leikarnir eru opnir íþróttafólki með hinar ýmsu fatlanir og keppt er í ýmsum íþróttagreinum, þar á meðal sundi. Sandra Sif Gunnarsdóttir, nemandi á listnámsbraut, keppti í S13, flokki sjónskertra, í sex einstaklingsgreinum og einni boðsundgrein.

Hún bætti sig í fjölmörgum greinum, varð önnur í B-úrslitum í 50m skriðsundi og vann til fimm gullverðlauna í sínum flokki, fyrir 100m skriðsund, 400m skriðsund, 100m fjórsund, 50m baksund og 100m baksund. Hún bætti svo 25 ára gamalt Íslandsmet Rutar Sverrisdóttur í 100m fjórsundi, í flokki S13.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira