Samþætt verkefni í þýsku og eðlisfræði

25/3/2019 Bóknám

  • Matthias Kremer með hópi nemenda
  • Samþætt verkefni í þýsku og eðlisfræði
  • Samþætt verkefni í þýsku og eðlisfræði

Nemendur í ÞÝS2A05 tóku nýlega þátt í þverfaglegu verkefni sem sameinar eðlisfræði og þýsku.

Hugmyndin að þessu verkefni kemur frá Native Scientist og nýtur stuðnings Goethe stofnunarinnar.

Skólanum voru sendar leiðbeiningar á þýsku og undir handleiðslu Magnúsar Hlyns framkvæmdu nemendur á dögunum tilraunir. Í tilraununum fólst að teikna rafrásir á pappír með sérstökum penna, sem inniheldur blek gert úr silfurnanóögnum, til að geta tengt þær hnapparafhlöðu með LED peru og fá hana til að loga.

Föstudaginn 15. mars kom svo ungur þýskur visindamaður, Matthias Kremer, í heimsókn. Hann starfar í Dublin við rannsóknir sem snúast um hvernig hægt er að prenta rafhlöður með nanóögnum. Þannig mun verða hægt að minnka stærð rafgeyma í framtíðinni til muna. Þýskunemendur ræddu við Matthias um tilraunina og starf hans en einnig um Dublin og handbolta sem er sérstakt áhugamál Matthíasar.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira