Samsýning í nýsköpun
Fimmtudaginn 29. nóvember opnaði samsýning framhaldsskólanna í nýsköpun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Nemendur í áfanganum NÝS3A05 hafa unnið hörðum höndum undir stjórn Unnar Gísladóttur fagstjóra í nýsköpun að lokaverkefni þetta haustmisseri og er afrakstur þessarar vinnu sýndur á samsýningunni. Verkefnið hófst á síðustu önn en Borgarholtsskóli leggur mikið upp úr kennslu í nýsköpun og frumkvöðlafræðum. Auk Unnar kenna Óttar Ólafsson og Reynir Már Ásgeirsson nýsköpun í skólanum.
Fimm hópar úr Borgarholtsskóla sýna verkefnin sín og verða þau til sýnis fram til sunnudagsins 2. desember. Verðlaun verða veitt þann dag kl.14:00 og er
mikil eftirvænting hvort að einhver í Borgó næli sér í verðlaun.
Samsýningin
er unnin í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem haldið hefur utan um
allt skipulag.