Samstarf við Team Sleipnir

31/1/2019 Bíliðngreinar

  • HR í samstarfi við Borgarholtsskóla

Team Sleipnir, lið Háskólans í Reykjavík tók þátt í aksturskeppni Formula Student á síðasta keppnistímabili.

Liðið, sem skipað var nemendum úr verkfræði og tæknifræði við HR, sá alfarið um hönnun og smíði bílsins sem keppt var á. Liðið var í samvinnu við Borgarholtsskóla þar sem skel bílsins var unnin fyrir málningu og máluð.

Formula Student er keppni fyrir háskólanema sem fer fram á hinni frægu Silverstone-braut í Englandi.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira