Samstarf um netöryggismál
Um þessar mundir er mikið rætt um net- og gagnaöryggi (cyber security). Aukin vitund um mikilvægi þess að gæta varúðar í samskiptum á neti og við varðveislu gagna er hjá fyrirtækjum, hinu opinbera og einstaklingum.
Borgarholtsskóli tekur nú þátt í verkefni ásamt skólum og samtökum í Litháen og Noregi sem miðar að því að semja námskrá fyrir framhaldsskólanema um net- og gagnaöryggi. Fjórir af kennurum skólans eru staddir í borginni Kaunas í Litháen til að leggja lokahönd á undirbúning námskrárgerðarinnar. Hefur hópurinn, ásamt fjórum Norðmönnum og gestgjöfunum, heimsótt fyrirtæki og stofnanir bæði í Kaunas og höfuðborginni Vilnius auk þess sem fundað hefur verið í skóla heimamanna (Kauno informacinių technologijų mokykloje, http://kitm.lt/).
Áætlað er að áfanginn verði tilbúinn til kennslu í september á næsta ári. Verkefnið hlaut styrk úr sjóðum EES (EES Grants, http://eeagrants.org/).