Samstarf um netöryggismál

4/11/2015

  • Hljóðlistaverk á Alþingi skoðað
  • Juozapas Dambrauskas, skólastjóri KITM, prófar gamla ræðustól Alþingis
  • Gestirnir frá Litháen ásamt Bryndísi skólameistara

Um þessar mundir tekur Borgarholtsskóli þátt í verkefni um net- og gagnaöryggi ásamt Upplýsingatækniskólanum í Kaunas í Litháen (KITM). Verkefnið, sem styrkt er af EEA Grants, gengur út á að skrifa námskrá fyrir áfanga um net- og gagnaöryggismál (Cyber Security) sem sniðinn er að þörfum nemenda á framhaldsskólastigi.

Í síðustu viku heimsóttu kennarar og stjórnendur skólans í Litháen okkur. Var tilgangur heimsóknarinnar að undirbúa gerð námskrárinnar og var undirbúningurinn m.a. fólginn í því að heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í því augnamiði að safna upplýsingum um stöðu net- og gagnaöryggismála hérlendis. Eftir að hafa fengið frábæra kynningu á stöðu mála hér í BHS hjá Ingólfi netstjóra var farið í Póst- og fjarskiptastofnu, á Alþingi, í Innanríkisráðuneytið og til Advania. Er skemmst frá því að segja að hópurinn fékk góðar viðtökur á öllum þessum stöðum og fengust í heimsóknum þessum afar gagnlegar upplýsingar frá ýmsum sjónarhornum um stöðu þessara mála hér á landi.

Fjórir kennarar í BHS munu í lok mánaðarins halda til Kaunas í Litháen til fundar um stöðu mála þar í landi. Auk þeirra munu fulltrúar frá tveimur norskum skólum slást í hópinn. Þau sem fara fyrir hönd BHS eru Anton Már Gylfason, Inga Ósk Ásgeirsdóttir, Kristján Ari Arason og Óttar Ólafsson.

Tengdar vefsíður:
http://kitm.lt/
http://eeagrants.org/


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira