Samstarf milli MÍT og Borgó

19/3/2021 Listnám

  • Sigurtillaga Sóleyjar Ragnarsdóttur nemenda í grafískri hönnun

Undanfarið hafa nemendur í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla og nemendur í rytmískri deild Menntaskólans í Tónlist unnið saman að tónleikum þar sem lög Jóns Múla Árnasonar verða flutt.

Nemendur í grafískri hönnun, undir stjórn Kristínar Maríu Ingimarsdóttur kennara, hönnuðu veggspjöld og kynningarefni fyrir tónleika en tónlistin, útsetningar og flutningur eru í höndum nemenda í rytmískri deild MÍT. Unnið var í samstarfi við Bryndísi Jónatansdóttur og Sigurð Flosason. Nemendur gerðu fjölmargar tillögur að veggspjöldum en það var Sóley Ragnarsdóttir sem hannaði sigurtillöguna sem notuð var í kynningarefnið.

Tónleikarnir verða í hátíðarsal FÍH 10. og 11. apríl og á efnisskránni verða klassísk dægurlög Jóns Múla en hann hefði orðið 100 ára 31. mars n.k.

Í tengslum við tónleikana verður opnuð sýning á tillögunum nemenda Borgó að veggspjöldum. Sýningin er í sal FÍH og verður opnuð laugardaginn 10. apríl.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira