Samningur við TM

8/11/2017

  • Ársæll Guðmundsson skólameistari og Sveinn Þorgeirsson verkefnisstjóri auk fulltrúa TM Gunnari Oddssyni.
  • Nám á afreksíþróttasviði
  • Nám á afreksíþróttasviði
  • Landsliðsstyrkir til nemenda á afreksíþróttasviði vor 2017
Miðvikudaginn 8. nóvember var skrifað undir samstarfssamning við TM sem með samkomulaginu styrkir afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla nú sem fyrri ár. 

Í dag stunda tæplega 150 nemendur nám á afreksíþróttasviði. 

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Boðið er upp á knattspyrnu, körfuknattleik, handbolta, íshokkí auk einstaklingsíþrótta.  Boðið er upp á sérsniðna dagskrá sem hentar vel þeim sem æfa mikið og vilja gott aðhald og fræðslu.

Kröfur til nemenda

  • Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
  • Að hafa staðist grunnskólapróf
  • Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
  • Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
  • Standast eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 33 - 36 einingum á önn.
  • Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.
Nánari upplýsingar um afreksíþróttasvið BHS


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira