Samningur við Opin kerfi undirritaður
Föstudaginn 27. október var samningur við Opin kerfi undirritaður í Borgarholtsskóla.
Opin kerfi munu formlega taka yfir hýsingu og rekstur á tölvukerfum Borgarholtsskóla frá og með 1. nóvember 2017, en það fyrirtæki var með hagstæðasta tilboðið af þeim fjórum sem buðu.
Ragnar Viktor Hilmarsson viðskiptastjóri og Tryggvi Þorsteinsson ráðgjafi mættu fyrir hönd Opinna kerfa og á móti þeim tóku Ársæll Guðmundsson skólameistari sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd skólans, Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari, Anton Már Gylfason áfangastjóri og Magnea Hansdóttir fjármálastjóri.