Keppni um skólasöng

9/9/2016

  • Skólinn

Nú er að fara af stað keppni um skólasöng Borgarholtsskóla. Keppnin stendur um texta en lag má fylgja með. Að öðrum kosti verður textinn að vera saminn við þekkt lag.

Hér fyrir neðan eru reglur varðandi keppnina:

  • Keppendur eru starfsfólk og nemendur Borgarholtsskóla. Ekki er leyfilegt fyrir utanaðkomandi að taka þátt.
  • Í dómnefnd eru 6 aðilar, nemendur og starfsfólk.
  • Textum skal skilað í kassa á skrifstofu. Skila þarf undir dulefni og skila svo öðru umslagi sem sýnir hver á hvaða dulnefni.
  • Dómnefndin tekur kassann þann 20. september næstkomandi.
  • Dómnefndin tekur sér viku til að komast að niðurstöðu og á meðan hanga textarnir uppi á göngum skólans undir dulnefnum.
  • Úrslit verða kynnt á sal þann 27.september og eru verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin.
  • Yfirstjórn skólans hefur neitunarvald, þ.e. ef þeim hugnast ekki textinn sem skólasöngur verður hann ekki fyrir valinu, en verður þó sigurvegari keppninnar.

Starfsfólk og nemendur eru hvött til að taka þátt og sýna hvað í þeim býr.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira