Hópefli félagsvirkni- og uppeldissviðs
Nemendur og kennarar á félagsvirkni- og uppeldissviði gerðu sér glaðan dag fimmtudaginn 1. september. Borðuð var pizza í skólanum og svo farið í Reykjavík Escape.
Í Reykjavík Escape var keppt í liðum í svokölluðum flóttaleikjum þar sem hópur tekst á við það verkefni að komast út úr sérhönnuðu herbergi sem er fullt af vísbendingum, gátum og þrautum. Liðin fá 60 mínutur til að leysa mismunandi erfiðar þrautir sem standa í veg fyrir útgöngu.
Mikil ánægja var með hópeflið og bæði kennarar og nemendur skemmtu sér konunglega.